Fréttatilkynning

English

Icelandic

 


 


Íslensk Grafík sýnir draumbrot, Ólafur Þórðarson. 24. Júlí-7. Ágúst nk.

Fæddur:
Reykjavík, 1963
Kennsla:
Rhode Island School of Design, frá 1999. Hefur og verið prófdómari, m.a. í Pratt, Parsons School of Design, Columbia University og Syracuse University.
Menntun:
Columbia University,  Master of Architecture, New York 1990. University of Wisconsin-Milwaukee, Wisconsin 1986. MH 1983.
Búsettur:
Manhattan, frá 1987

New York búinn, arkitektinn og listamaðurinn Ólafur Þórðarson heldur þessa sýningu á verkum sínum. Hér er á ferð blanda verka sem eru smágerð og frekar ósamstæð, búin til úr ólíkum efnum og hugmyndum. Mestur hluti þeirra er nýr af nálinni eða hefur ekki verið sýndur áður.

Hugmyndir eru jú draumar. Í heildina er sýningin eins konar brotasafn drauma Ólafs þar sem hugurinn reikar milli ólíkra sjálfstæðra verka óháð ákveðnum einum heildarsvip. Hann vinnur á fjölbreyttu sviði milli teikninga, hæðni og alvarleika, pródúktvinnu og skúlptúrs. Sjá má bland af myndum eftir Ólaf ásamt líkönum, pródúkt frum gerðum, frummyndum steyptum í gerfiefni eins og gúmmí, resin og sílikón.


Meðal verka má nefna anti-pródúkt og eitraðann gúmmí-ísbakka "WMD Ice Cube Tray" í laginu eins og Írak þar sem eitraðir ísmolar bráðna og hverfa sjónum. Klukkuboddý ýmis konar sem skoða meiningu og hugtaki tímans, myndir tengdar hönnun og landakortum, tölvuunnar myndir og ljósmyndir, teikningar, steinsteyptir hlutir, olíumálaðar teikningar á krossvið. Einnig má nefna líkan af Orðabelgnum, hugmynd Ólafs að interaktífum hljóðskúlptúr.

Margir kannast við hönnun Ólafs á Delirium Tremens vínrekka, Escargot klukkum úr amber glæru gúmmí og ýmsar tillögur hans að byggingum og skipulagi. Hann hefur áður sýnt verk á ótal stöðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Á Íslandi var Ólafur  með einkasýningu fyrir 2 árum í Hönnunarsafni Íslands . Verk hans hafa verið birt í ýmsum tímaritum og dagblöðum og bókum víðs vegar um heim.

(
Hægt er að fá link á sýninguna á netinu ef sendur er póstur á
info@dingaling.net )

Opnun Föstudag 23. Júlí, kl. 17-20,
eftir hana er opið Fös/Lau/Sun kl. 14-18.

Sími Ólafs á Íslandi dagana 21. Júlí til 8. Ágúst er 863-1948 eða 553-5532.
 

 
  cv  

copyright: Olafur Thordarson